Umami sjávarsalt Kjöt & fiskur - Algarum

780 kr

Vörunúmer: 1120104002 Umami

aðeins 9 eftir

á þeim tíma

sem þér hentar

Kjöt & fiskur

90g Vegan/Lífrænt/Sjálfbært

Blandan hefur verið morg ár í þróun og er hver blanda útfærð til samræmis við hráefnin sem hún passar besst við.  Upphaflega var hún þróuð af matreiðslumanninum Völundi Snæ Völundarsyni til einkanota, en smám saman jókst eftirspurnin uns ákveðið ar að setja saltíð á markað. 

Saltið er náttúruvæn framleiðsla sem byggist á nýtiingu jarðvarma.  Aðferðin var þróuð árið 1753 og hefur síðan verið vandlega varðveitt.  Þarinn er handtíndur í Breiðafirði þar sem ýtrustu kröfur um gæði og sjálfbærni eru gerðar.  Bæði þarinn og saltið er vottað af TÚN. 

Innihaldslýsing

Innihald: 95% sjávasalt. 5% blanda af Fucus Vesticulosus, Palmaria palmata og Laminara digita.

Algarum

Algarum kallar sig “lítið handverksfyrirtæki”. Fyrirtækið framleiðir þaratöflur og þarahylki. Á heimasíðu félagsins segir að mörgum árum hafi verið eytt í að fullkomna blönduna og hráefnin hafi verið rannsökuð og mæld á vottuðum rannsóknarstofum. Allur þari sem fyrirtækið notar er handtíndur á merktum svæðum sem fá tíma til að hvíla sig að uppskeru lokinni. 

Umbúðir fyrirtækisins eru 100% niðurbrjótanlegar – ekki aðeins fyrir Algarum Organic heldur einnig fyrir Ocean Umami salt, sem er í eigu sömu aðila. Vörurnar eru lífrænt vottaðar frá TÚN.  Allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins : www.algarum.com