YUMMY YUMMY
Fríða Björk Gylfadóttir eða “Fríða” eins og hún er kölluð, er búsett á Siglufirði ásamt eiginmanni sínum og syni. Þar rekur hún kaffihús og konfektgerð á vinnustofunni sinni.
Allt konfektið og súkkulaðið er handunnið á staðnum og er aðeins notað ferskt smjör og rjómi í fyllingar og því er konfektið best sem ferskast.