PURE NATURA
Pure Natura framleiðir bætiefni úr sláturafurðum sem eru vannýttar til manneldis.
Framlag Pure Natura er fjölþætt. Úrgangi er breytt í auðlind með því að nýta innmat sem fellur til við dilkaslátrun og er vannýttur til manneldis núorðið.
Úr úrganginum eru framleidd verðmæt bætiefni. Þó í stóru myndinni sé þetta kannski ekki risaskref, þá er þetta þó allavega skref í rétta átt og hvert ferðalag byrjar jú á einu slíku.
Fullnýting hráefnis í landbúnaði þarf að verða að veruleika sem allra fyrst og þetta er vissulega innlegg í það.
Pure Natura er rekið af konum og þar starfa eingöngu konur. Fyrirtækið er staðsett á svæði sem býr við fólksfækkun, sem að stórum hluta má rekja til þess að kvennastörf vantar. Það munar um fyrirtæki sem hefur það á stefnuskrá sinni að veita konum atvinnu.