ISQUEEZE
Isqueeze Ísland ehf. er lítið íslenskt fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu hollra túrmerik drykkja með margvíslega jákvæða eiginleika og virkni.
Fyrirtækið er í eigu Elvars Guðmundssonar sem eignaðist Isqueeze í júlí 2015.
Gildi Isqueeze eru Heiðarleiki, Gæði og Bætt Heilsa.
Frá byrjun voru drykkirnir framleiddir í lítilli drykkjarverksmiðju í Danmörku, Tapperiet í Greve sem liggur rétt utan við Kaupmannahöfn. Það samstarf gekk afar vel en sökum fjarlægðar var ákveðið að framleiða drykkina á Íslandi, í verksmiðju GeoFood í Hveragerði.
Undir lok ársins 2017 hætti GeoFood svo óvænt starfsemi og uppfrá því var ákveðið að festa kaup á litlu atvinnuhúsnæði í Sandgerði. Þar eru drykkirnir núna framleiddir af okkur sjálfum.
Tilgangur fyrirtækisins er að bjóða neytendum uppá alvöru valkost í heilsudrykkjum sem eru framleiddir af alíslensku litlu fyrirtæki.