HULDUBÚÐ
Huldubúð, sem er rekin af Huldu Arnsteinsdóttur, opnaði um verslunarmannahelgina 2011. Huldubúð er staðsett í Stóra - Dunhaga í Hörgárdal. Þangað er um 10 mínútna akstur norður frá Akureyri.
Í Huldubúð eru gæðavörur á boðstólnum svo sem ungkvígukjöt, broddur, pestó, marmelaði og sultur.
Einnig eru til sölu tilboðskassar með úrvali af kjöti. Vörur Huldubúðar geturðu keypt í búðinni, á mörkuðum eða pantað á netinu hvenær sem er. Huldubúð er alltaf opin, þegar einhver er heima.