SKÚTAÍS
Félagið Skútaís var stofnað árið 2019 og hóf starfsemi, framleiðslu og sölu á ís síðsumars. Ísinn er framleiddur á Skútustöðum og seldur beint frá býlinu og einnig hjá Gott & Blessað.
Auður Filippusdóttir, líftækni- og matvælafræðingur á Skútustöðum í Mývatnssveit er Akureyringur og bjó þar stærstan hluta ævi sinnar, en undanfarin tvö ár hefur hún búið í Mývatnssveit. Hún kynntist kærasta sínum, Júlíusi Björnssyni, sumarið 2017, en hann er bóndi á Skútustöðum.
Fjölskyldan að demba sér beint í djúpu laugina, en Auður ásamt systkinum kærastans og mökum þeirra stofnuðu í sameiningu einkahlutafélag. Systkinin eru fimm í allt en fjögur búa í Mývatnssveit og reka í sameiningu búskapinn á bænum og gistiheimili að Skútustöðum. Nýja félagið fékk nafnið Skútaís ehf.