LITLA-ÁRMÓT

Val
Sýna12243648

Ábúendur á Litla-Ármóti eru þau Ragnar Sigurðsson og Hrafnhildur Baldursdóttir. Þau tóku við búskapnum af foreldrum Hrafnhildar þann 1. maí 2013.

Ragnar og Hrafnhildur hafa sérhæft sig í framleiðslu á uxakjöti. Kjötið er almennt mjög meyrt og fitusprengt en einnig er kjötið látið hanga í a.m.k. þrjár vikur áður en það er selt.

Uxakjöt er fitusprengdara og meyrara en annað ungnautakjöt.Nautin eru gelt í kringum sex mánaða aldur. Dýralæknir sér um aðgerðina og er inngripið mjög lítið. Með þessu verður vaxtarharðinn hægari og kjötið fitusprengdara. Uxi er lúxusvara og erlendis þekkist það að uxakjöt er selt dýrara en annað nautakjöt.