LÆKJARBOTNABLEIKJA

Val
Sýna12243648

Guðlaugur Kristmundsson og eiginkona hans Jónína Þórðardóttir eru fólkið á bak við Lækjarbotnableikju.

Bleikjueldið á Lækjarbotnum þróaðist út frá vaxtarsprotaverkefni sem Guðlaugur tók þátt í haustið 2007. Þá um haustið var strax hafist handa við undirbúning á fiskeldinu eins og það er í dag.

Öll fiskverkun fer fram í 40 feta frystigámi sem er innréttaður samkvæmt þeim kröfum sem heilbrigðiseftirlitið gerir kröfu um. Ársframleiðsla er um 20 tonn. Allur fiskur er flakaður, snyrtur og pakkaður í neytendaumbúðir.

Allar frekari upplýsingar um fyrirtækið má finna á heimasíðu þess: www.laekjarbotnar.is