ÍSFUGL
Ísfugl sláturhús og kjötvinnsla var reist árið 1979 á Reykjavegi í Mosfellsbæ og var þá í eigu hlutafélags nokkurra alifuglabænda. Þá hófst úrbeining og vinnsla kjúklingakjöts hérlendis, en fram að þeim tíma höfðu kjúklingar aðeins verið seldir frosnir í heilu lagi.
Ísfugl er elsta starfandi fyrirtækið í greininni en forveri Ísfugls var lítið fuglasláturhús sem Jón M. Guðmundsson reisti á Reykjum árið 1962. Þar slátraði Jón fyrir sjálfan sig og nokkra aðra bændur.
Eigendur Ísfugls frá árinu 2012 eru Jón Magnús Jónsson og Kristín Sverrisdóttir, bændur á Reykjum, en bændur Reykjabúsins hafa verið hluthafar frá upphafi.
Allar frekari upplýsingar má finna á heimasíðu fyrirtækisins: www.isfugl.is