KAFFIBRUGGHÚSIÐ
Kaffibrugghúsið
Kaffibrugghúsið er handverks kaffibrennsla sem framleiðir allt sitt kaffi í 6 kg Giesen kaffibrennsluofni. Fyrirtækið kaupir kaffi ýmist beint frá bónda eða í gegnum hrákaffi miðlara og er þá leitað til þeirra sem eigendur fyrirtækisins þekkja og treysta til þess að stunda sanngjörn viðskipti eða fair trade.
Kaffið sem fyritækið flytur inn og framleiðir er í hæsta mögulega gæðaflokki sem er kallað "Specialty Coffee", eða Sérvalið Kaffi. Kaffibrugghúsið er er virkur meðlimur í alþjóðlegum gæða samtökum, Specialty Coffee Association (SCA) sem eru hagsmunasamtök fyrir Sérvalið Kaffi.