SAMBÓ - KÓLUS
Sambó Kólus ehf. var stofnað árið 1962 af Jóni S. Kjartanssyni og hóf framleiðslu á lakkrís undir vörumerkinu Sambó. Tíðkaðist þá að nota lakkrísrörin sem drykkjarrör í gosdrykki og varð hefðin að drekka hverskyns gos með lakkrísröri fljótt ívafinn íslenskri sælgætismenningu. Síðar hóf Kólus að súkkulaðihjúpa lakkrísinn sinn og úr varð hornsteinn íslensks sælgætis – kúlusúkkið og þristurinn.
Í dag framleiðir fyrirtækið mikið úrval sælgætis undir vörumerkinu Sambó. Nægir þar að nefna Þrist, Sambó lakkrískonfekt, og Kúlu-súkk.