Hún gekk með þann draum í mörg ár að framleiða ilmkjarnaolíur á jörðinni Rauðsgili þar sem hún býr. Í janúar 2015 fór hún út til Sedona í Arizona til að læra eimingu plantna hjá fyrirtækinu Phebee aromatic. Hjónin Max og Clare Licher reka það fyrirtæki og komu síðan til Íslands og aðstoðuðu við að koma framleiðslunni af stað á Rauðsgili. Hraundis er búin að vera í tilrauna eimingu síðan við ýmsar tegundir plantna sem vaxa í náttúru Íslands.
Til að búa til ilmkjarnaolíur eru plöntur eimaðar í sérstökum eimingartækjum. Það er mismunandi hvaða hlutar plöntunnar eru notaðir en það eru ýmist blóm, blöð, rætur, fræ, nálar, börkur eða öll plantan sem er notuð. 100°C heit gufa er leidd í gegnum plöntuna og við það losnar olían.
Gufan er síðan leidd í gegnum kæli rör og verður að vökva. Vatnið kemur síðan niður í svo kallaðan skiljara en þar sem olían er léttari en vatnið þá flýtur hún ofan á. Þannig er hægt að tappa hreinni olíu af. Það tekur nokkra klukkutíma að eima plöntuna en það er mismunandi eftir tegundum hversu auðveldlega olían losnar úr henni.