Hún gekk með þann draum í mörg ár að framleiða ilmkjarnaolíur á jörðinni Rauðsgili þar sem hún býr. Í janúar 2015 fór hún út til Sedona í Arizona til að læra eimingu plantna hjá fyrirtækinu Phebee aromatic. Hjónin Max og Clare Licher reka það fyrirtæki og komu síðan til Íslands og aðstoðuðu við að koma framleiðslunni af stað á Rauðsgili. Hraundís er búin að vera í tilrauna eimingu síðan við ýmsar tegundir plantna sem vaxa í náttúru Íslands.

Varasalvi úr náttúrulegum efnum.
Innihaldslýsing
Möndluolía/Sweet almond oil(Prunus Amygdalus dulcis) Kokum smjör/Kokum butter (Garcinia indica) Vallhumall/Yarrow (Achillea millefolium) Sítrónugras/Lemongrass essential oils (Cymbopogon citratus ct. rhodinol) Síberíuþinur/Siberian fir essential oils(Abies sibirica) Lofnarblóm/Lavender essential oils(Lavandula angustifolia) Limonene*. Citronellal *. Linalool*. Geranial*. Citronellol*. Geranial*
Framleiðandinn
Framleiðandinn Hraundís Guðmundsdóttir útskrifaðist sem ilmolíufræðingur frá Lífsskólanum 2007. Hún rak nuddstofu í Reykholtsdal í mörg ár þar sem hún blandaði ilmkjarnaolíur í nuddolíur til að hjálpa fólki við ýmsum kvillum.