FÉLAGSBÚIÐ HÁLSI
Lisa Boije af Gennaes og Þórarinn Jónsson eru bændurnir á Hálsi í Kjós. Þórarinn er alinn upp á Hálsi en Lisa er frá Bern í Sviss. Á bænum rækta þau holdanaut af Angus – Galloway kyni.
Nautakjötið frá Hálsi hefur þá sérstöðu að kjötið er af holdanautum sem eingöngu eru fóðraðir á grasi og heyi. Grasfóðrun gerir kjötið bragðmeira en kjöt úr hefðbundinni framleiðslu. Með grasfóðrun fá gripirnir það fóður sem er þeim náttúrulegt. Melting þeirra er því sérhæfð fyrir grasfóðrun. Fóðrun á náttúrulegu fæði gripanna er talið auka heilbrigði dýranna til muna. Samkvæmt rannsókn sem var gerð af Rowett rannsóknarstofnuninni í Aberdeen, kom í ljós að grasfóðrað nautakjöt hafði sömu jákvæðu áhrif á heilsu manna og neysla á fiski. Ástæðan er sú að grasfóðrað nautakjöt er ríkt af Omega-3 fitusýrum.