BONE & MARROW
Bone og Marrow ehf
Stofnendur og aðaleigendur fyrirtækisins eru Jón Örvar G. Jónsson og Björk Harðardóttir. Jón Örvar er framkvæmdastjóri félagins og Björk er þróunar- og gæðastjóri.
Kjörorð fyrirtækisins er forn næring handa nútímamanninum og vísar það í þá hugsun að margt í umhverfi forfeðra- og mæðra okkar, þar á meðal næring, eigi fyllilega erindi við nútímamanninn. Helstu vörur fyrirtækisins eru beinaseyði og skírt smjör.