Um okkur
Gott og blessað ehf er bændamarkaður á netinu sem hefur að markmiði að kynna og selja vörur íslenskra smáframleiðenda og heimavinnsluaðila ásamt því að selja sælkeravörur frá framleiðendum sem nota íslenskt hráefni. Fleiri og fleiri vilja versla beint frá býli. Íslensk matvæli, íslenskt kjöt og íslenskar gæðavörur eru okkar fag.
Bændur og íslenskir smáframleiðendur eru mikilvægur og ört stækkandi hópur frumkvöðla. Finna má áhugaverða framleiðendur út um allt land, sem hafa gæðavörur á boðstólnum. Það er von Gott og blessað að vefverslunin verði til þess að tryggja aðgang neytenda að þessum vörum og einnig að vefverslunin verði öruggur farvegur fyrir smáframleiðendur til þess að koma vörum sínum í sölu og dreifingu.