SVANSÍS

Val
Sýna12243648

Svansís er ísgerð sem var stofnuð árið 2019 með það í huga að framleiða
hágæða ís fyrir veitingastaði og önnur stóreldhús.
Í dag leynist ísinn á mörgum af bestu veitingastöðum landsins og hjá Gott & Blessað.
Þrátt fyrir að saga Svansíss sé stutt þá á uppskrift okkar sér lengri sögu.
Uppskriftina má rekja til ítalsks ísgerðarmanns sem ákvað að koma til Íslands fyrir 17 árum til að búa til ítalskan ís úr hráefnum heimamanna.
Var hún lengi vel nýtt til ísgerðar í ísbúð sem hét Ís Kaffi sem staðsett var á Suðurlandsbraut.
17 árum síðar er hún komin í öruggar hendur okkar.
Ísinn okkar er handgerður frá grunni og við leggjum mikla áherslu á fersk og góð hráefni. Markmið okkar er að bjóða upp á hágæða ís á hagstæðu verði sem hentar bæði fyrir veitingastaði og heimili.