ÞRÍR FRAKKAR
Veitingastaðurinn Þrír frakkar hjá Úlfari var stofnaður 1. mars 1989 og hefur verið rekinn af fjölskyldu Úlfars Eysteinssonar, matreiðslumeistara síðan þá.
Veitingastaðurinn er staðsettur í miðbænum og er í göngufæri við helstu verslanir og þjónustu í hjarta miðborgarinnar. Úlfar sérhæfði sig í að framleiða dýrindis fiskrétti og er staðurinn helst þekktur fyrir það.
Gott og blessað selur dýrindis plokkfisk frá Þremur frökkum.