Fjallaþinur ilmkjarnaolía - Hraundís

1.790 kr

Vörunúmer: 3200207020 Hraundís

aðeins 2 eftir

á þeim tíma

sem þér hentar

Fjallaþins ilmkjarnaolía er góð við sveppum á húð. Hún er einnig bólgueyðandi og bakteríudrepandi. Hún er róandi og örvandi fyrir ónæmiskerfið. Mildur og góður híbýlailmur. Gegn húðsveppum þarf að blanda hana við burðarolíu áður en hún er notuð. Mjög góð nuddolía og gott að blanda saman við aðrar olíur til að fá breiðari virkni t.d. lavender.

Notist ekki óblönduð á húð.

Notkunarleiðbeiningar: Blöndun á Húð: Í 30ml af burðarolíu eru blandað sirka 10 dropum af ilmkjarnaolíu en það er hæfilega strerk blanda. Burðarolía fer eftir smekk hvers og eins en hún getur verið jójóbaolía, ólífuolía, sesamolía, kókosolía, möndluolía eða sólblómaolía. Mikilvægt er að velja hreina kaldpressaða olíu og helst lífrænt vottaða.

Innihaldslýsing

Fjallaþinur ilmkjarnaolía.

Framleiðandinn
Framleiðandinn Hraundís Guðmundsdóttir útskrifaðist sem ilmolíufræðingur frá Lífsskólanum 2007. Hún rak nuddstofu í Reykholtsdal í mörg ár þar sem hún blandaði ilmkjarnaolíur í nuddolíur til að hjálpa fólki við ýmsum kvillum.

Hún gekk með þann draum í mörg ár að framleiða ilmkjarnaolíur á jörðinni Rauðsgili þar sem hún býr. Í janúar 2015 fór hún út til Sedona í Arizona til að læra eimingu plantna hjá fyrirtækinu Phebee aromatic. Hjónin Max og Clare Licher reka það fyrirtæki og komu síðan til Íslands og aðstoðuðu við að koma framleiðslunni af stað á Rauðsgili. Hraundís er búin að vera í tilrauna eimingu síðan við ýmsar tegundir plantna sem vaxa í náttúru Íslands.