Hún gekk með þann draum í mörg ár að framleiða ilmkjarnaolíur á jörðinni Rauðsgili þar sem hún býr. Í janúar 2015 fór hún út til Sedona í Arizona til að læra eimingu plantna hjá fyrirtækinu Phebee aromatic. Hjónin Max og Clare Licher reka það fyrirtæki og komu síðan til Íslands og aðstoðuðu við að koma framleiðslunni af stað á Rauðsgili. Hraundís er búin að vera í tilrauna eimingu síðan við ýmsar tegundir plantna sem vaxa í náttúru Íslands.

Hafdís baðsalt er róandi og sefandi fyrir hugann og líkamann. Það örvar blóðflæðið og er því gott við bólgnum vöðvum. Það er kjörið að fara í heitt bað með Hafdísi á kvöldin til að ná góðri slökun fyrir háttinn. Einnig er hægt að nota það í fótabað. Saltið er íslensk framleiðsla sem er sértaklega unnið þar sem það er ríkt af magnesíum og öðrum steinefnum. Þarinn er íslensk framleiðsla og er einstaklega mýkjandi fyrir húðina. Ilmkjarnaolíurnar örva blóðrásina til að losa um bólgur í líkamanum og lavender róar hugann og sefar.
Notkunarleiðbeiningar: Setjið í baðvatn.
Innihaldslýsing
Íslenskt salt, íslenskur þari, íslensk stafafura og lindifura ilmkjarnaolíur og lífræn lavender ilmkjarnaolía.
Framleiðandinn
Framleiðandinn Hraundís Guðmundsdóttir útskrifaðist sem ilmolíufræðingur frá Lífsskólanum 2007. Hún rak nuddstofu í Reykholtsdal í mörg ár þar sem hún blandaði ilmkjarnaolíur í nuddolíur til að hjálpa fólki við ýmsum kvillum.