
Klóelfting. Aðalvirknin er frá kísilsýrunni sem styrkir allan bandvef í líkamanum, hár, húð, neglur, lungnavef, bein og sinar. Jurtin er líka góð til að stöðva allar blæðingar, bæði innvortis og útvortis. Stöðvar einnig blæðingar frá blöðru.
Jurtin er líka mjög vökvalosandi og þykir því góð við flestum liðakvillum.
Þegar jurtin er soðin, þá drögum við fram steinefnin í jurtinni. Því þarf að sjóða jurtina ef fólk vill nota kísilsýruna. Virk efni: Kísilsýra, flavóníðar, fenólsýrur, alkaloíðar og steról.
Notkun: 1 tsk í 1 bolla af soðnu vatni, látið síast í 15 mín og drekkið þrisvar á dag.
Dorothee Lubecki
Dorothee framleiðir vörur sínar á vegum Rabarbía, Löngumýri 801 Selfossi.