
Um vöruna
Skyrkonfekt er sérhannað af Rjómabúinu Erpsstöðum og þróað í samstarfi við Stefnumót hönnuða og bænda, rannsóknarverkefni Listaháskóla Íslands
Geymist við 0-12°C
Innihaldslýsing
Innihald: Sveitaskyr (undanrenna), mjólkursýrugerlar, ostahleypir), hvítt súkkulaði (sykur, kakósmjör, nýmjólurduft, soyalesitin, náturulegir vanilla (getur innihaldioð leifar af hnetu, eggjapróteinum og glúten), flórsykur, smjör, eggjarauður, sterkja.
Næringarinnihald
Næringargildi í 100g:
- Orka 2039 kJ / 488 kkal
- Fita 29g
- - þar af mettuð fita 12g
- Kolvetni 49g
- - þar af sykurtegundir 32g
- Trefjar 0g
- Prótein 8g
- Salt 0,1g
Rjómabúið Erpsstöðum
Rjómabúið Erpsstaðir hóf starfsemi í byrjun apríl 2009, með framleiðslu á rjómaís. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Árlega leggja þúsundir gesta leið sína til Erpsstaða, en þar er fínasta aðstaða til áningar á leiðinni vestur.
Ísinn sem framleiddur er á Erpsstöðum ber heitið Kjaftæði og þykir hann einstaklega bragðgóður. Í boði eru margar bragðtegundir en notast er við ýmis bragðefni úr íslenskri náttúru, svo sem rabarbara, fíflasíróp og ber. Auk íss eru í boði ostar eins og Útlaginn og hið fræga skyrkonfekt sem er sérhönnuð sælkeravara.
Vorið 2018 var opnuð sýning um skyr og skyrgerð á Erpsstöðum, en vegna ísframleiðslunnar fellur til óhemju magn af undanrennu sem er umbreytt í gamaldags sveitaskyr. „Íslenska skyrið er orðið hluti af Slow food sem eru alþjóðleg samtök sem vilja hvetja til smáframleiðslu og að fólk neyti sem mest vara sem framleiddar eru í nágrenni hvers og eins.
Skyrið frá Erpsstöðum var valið inn sem Presidium fyrir nokkrum árum, en um er að ræða viðurkenningu vegna notkunar á hefðbundnum aðferðum við framleiðslu á matvörum”.
Allar frekari upplýsingar um rjómabúið má finna á facebook.