
Fiskibollur
Magnaðar fiskibollur frá Akureyri - 12 stk. - ca 500g
Fiskibollurnar eru afgreiddar freðnar - látið þiðna við stofuhita í ca 30 mín.
Hitið olíu eða smjör á pönnu og hitið fiskibollurnar í ca 10-15 mín - eða þar til þær eru heitar í gegn. Einnig hægt að hita í ofni.
Berið fram með bræddu smjöri, kartöflum og rúgbrauði - eða öllu því helsta sem ykkur þykir gott með fiskibollum.
Innihaldslýsing
Innihald: Þorskur/ýsa, hveiti, kartöflumjöl, laukduft, salt, pipar, engifer, múskat, olía, laukur, bindiefni (E220, E227).
Fisk kompaní ehf
Ragnar og Ólöf eiga og reka FISK Kompaní á Akureyri og hafa gert það frá árinu 2013. Fisk Kompaní verslar allan fisk af fiskmörkuðum Íslands daglega.
Starfsmenn fyrirtækisins handflaka og snyrta allt sitt hráefni og tryggja þannig bestu og ferskustu vöruna. Fiskibollurnar þeirra eru landsfrægar.
Ekta íslenskur matur.
Allar frekari upplýsingar um Fisk kompani má finna á heimasíðu þeirra: www.fiskkompani.is