
Gulrófugló - 260g. Þessi kryddsulta ber með sér margslungið bragð af ávöxtum og kryddum, góð með krydduðum réttum, hvítu eða grilluðu kjöti.
Prófið með paté eða ofan á ost og kex.
Geymist í kæli eftir opnun.
Innihaldslýsing
Innihald: Gulrófur, döðlur, apríkósur, hrásykur, eplaedik, engifer, chilli, krydd, sjávarsalt.
Næringarinnihald
Næringargildi í 100g er u.þ.b.:
- Orka 483 kJ / 115 kkal
- Fita 1g
- - þar af mettaðar fitusýrur 0,1g
- Kolvetni 20g
- - þar af sykur 18g
- Trefjar 11g
- Prótein 1,3g
- Salt 0,2g
Móðir jörð
Móðir Jörð í Vallanesi á Fljótsdalshéraði ræktar og framleiðir íslensk matvæli úr jurtaríkinu. Fyrirtækið býður lífrænt ræktaðar, hollar og bragðgóðar afurðir sem framleiddar eru í sátt við náttúruna. Móðir Jörð er í eigu hjónanna Eymundar Magnússonar og Eyglóar Bjarkar Ólafsdóttur.