
Grænmeti
Framleiðsla á íslensku grænmeti hefur aukist mikið á síðustu árum. Sömuleiðis er framleiðslan nú mun fjölbreyttari en hún var fyrir nokkrum árum. Neysla grænmetis hefur einnig vaxið enda er grænmeti hollur og góður kostur. Mikil grænmetis- og ávaxtaneysla getur minnkað líkur á æðakölkun,lækkað blóðþrýsting, minnkað kólesterólmyndun í líkamanum, haft góð áhrif á ónæmiskerfið og efnaskipti hormóna, hjálpað til við stjórnun líkamsþyngdar auk þess að veita seddutilfinningu. Rífleg neysla grænmetis og ávaxta getur því minnkað líkur á mörgum krónískum sjúkdómum, s.s. hjarta- og æðasjúkdómum, ýmsum tegundum krabbameina, sér í lagi í meltingarfærum og lungum.
MóðirJörð
Móðir Jörð í Vallanesi á Fljótsdal býður lífrænt ræktaðar, hollar og bragðgóðar afurðir sem framleiddar eru í sátt við náttúruna. Fyrirtækið leggur stund á korn- og grænmetisræktun og framleiðir tilbúnar hollustu- og sælkeravörur. Móðir Jörð er í eigu hjónanna Eymundar Magnússonar og Eyglóar Bjarkar Ólafsdóttur.