
Ilmbreki frá Háafelli inniheldur íslenska afbrigðið af fetaosti úr geitamjólk, hvítlauk og rósmarín. 150g
Kælivara 0-4°C.
Innihaldslýsing
Innihald: Geitamjólk, salt, mjólkursýrugerlar, ostahleypir, repjuolía, hvítlaukur og rósmarín.
Háafell
Geitfjársetrið að Háafelli í Hvítársíðu er orðið þekkt meðal ferðamanna. Á sumrin er þar rekin búð þar sem fjölbreyttar vörur eru á boðstólnum unnar úr geitaafurðum s.s. ostar, ís, sápur og paté. Þar er m.a. hægt að kaupa íslenskan fetaost sem hefur fengið nafnið Breki.
Allar frekari upplýsingar um Háafell má finna á facebook.