
Fjallagrös
Fjallagrös eru algeng um allt land, aðallega á hálendi og heiðum. Íslendingar notuðu fjallagrös mjög mikið áður fyrr til að drýgja naumt kornmeti í brauð og grauta. Litið var á fjallagrös sem hollan og næringarríkan mat, auðugan af steinefnum og trefjaefnum.
Fjallagrös hafa ýmsa góða eiginleika, sem nýtast vel til lækninga. Þau eru talin hafa mýkjandi og græðandi áhrif á slímhúð í öndunarfærum og meltingarvegi og styrkja ónbæmiskerfið. Þau eru sýkladrepandi.
Víða annars staðar í heimninum hafa fjallagrös verið nýtt til lækninga um aldir, sérstaklega vegna sjúkdóma í öndunarfærum og meltingartruflana.
Fjallagrös eru góð í ýmsan mat, t.d. brauð, grauta og te. Í bakstri fara þau vel saman við spelt.
Mjög gott er að setja smávegis af fjallagrösum saman við haframjöl í hafragraut og hafa mulin fjallagrös saman við jurtateblöndur.
Engin aukaefni
Innihaldslýsing
Innihald: 50g fjallagrös
Næringarinnihald
Næringargildi í 100g:
- Orka 79 kJ / 193 kkal
- Fita 0,4g
- - þar af mettuð 0g
- Kolvetni 5,2g
- - þar ar sykur 0g
- Trefjar 80,9g
- Salt 0g
Íslensk hollusta
Fyrirtækið Íslensk hollusta var stofnað árið 2005 af Eyjólfi Friðgeirssyni. Hans markmið frá upphafi var að framleiða og þróa íslenskar heilsuvörur.
Fyrirtækið er í dag með mjög fjölbreytt úrval s.s. te, krydd, osta, snakk, berjadjús og baðvörur.
Hugmyndafræði fyrirtækisins gengur út á að nota eingöngu íslenskar náttúruafurðir og nota eingöngu hefbundnar íslenskar framleiðsluaðferðir.
Allar frekari upplýsingar um fyrirtækið má finna á heimasíðu þeirra: