
Alvöru hátíðarmatur - mismunandi þyngdir
Lambahryggur sem búið er að úrbeina lundina frá og koma henni fyrir undir fille-ið. Hryggurinn er síðan kryddaður með papriku og chilli og fylltur með sólþurrkuðum tómötum, döðlum, fetaosti, ólívum og pecan HNETUM. Skreyttur með rósamarín grein. Seldir í heilum og hálfum hryggjum.
Kælivara: Geymist við 0-4°C
Um framleiðandann
Milli fjöru og fjalla vinnur rétti úr fersku gæðahráefni í nágrenni við Grenivík og réttirnir eru unnir í kjötvinnslunni á sauðfjárbúinu Fagrabæ, Grýtubakkahreppi.