Bankabygg - Móðir jörð

690 kr

Vörunúmer: 7010101001 Móðir jörð

aðeins 6 eftir

á þeim tíma

sem þér hentar

Bankabygg - Íslenskt lífrænt vottað heilkorn í súpur og salöt - 1 kg.

Bankabygg Móður Jarðar er íslenskt heilkorn sem tilvalið er að nota í pott- og pönnurétti, grauta, salöt, súpur og slátur. Það er ómissandi í kjötsúpuna og vinsælt meðlæti með kjöt-, fisk- og grænmetisréttum í stað hrísgrjóna.

Bankabygg þarf að sjóða í u.þ.b. 40 mín. í hlutf. 1dl bygg á móti 2,5-3dl af vatni (meira vatn og lengri suða gefur mýkra bygg). Spara má tíma og rafmagn með því að láta byggið sjóða í 15 mínútur, slökkva síðan undir og láta standa á hellunni yfir nóttu.

Næringarinnihald

Næringargildi í 100 gr.:

  • Orka 1429 kJ / 338 kkal
  • Fita 2g
  • - þar af mettuð fita 0,4g
  • Kolvetni 64g
  • - þar af sykurtegundir 0,9g
  • Trefjar 10g
  • Prótein 11g
  • Betaglúkanar 2,1g
  • Salt 0,46g
Móðir jörð

Móðir Jörð í Vallanesi á Fljótsdal ræktar og framleiðir íslensk matvæli.  Fyrirtækið býður lífrænt ræktaðar, hollar og bragðgóðar afurðir sem framleiddar eru í sátt við náttúruna. Móðir Jörð er í eigu hjónanna Eymundar Magnússonar og Eyglóar Bjarkar Ólafsdóttur.

www.modirjord.is