
Trefjaríkt hrökkbrauð með sesam fræjum - 150g
Hrökkvi er stökkur og góður með ostum og ýmsu áleggi, en einnig frábært og hollt snakk beint úr pokanum. Hann inniheldur lífrænt ræktað heilkorn sem er trefjaríkt og bætir meltinguna.
Innihaldslýsing
Innihald: Heilhveiti, byggmjöl, hörfræ, sesamfræ, sólblómafræ, ger, salt.
Lífrænt vottað.
Næringarinnihald
Næringargildi í 100g er u.þ.b.:
- Orka 1691 kJ /4 03 kkal
- Fita 12g
- - þar af mettaðar fitusýrur 1g
- Kolvetni 51g
- - þar af sykur 1g
- Trefjar 14g
- Prótein 16g
- Salt 2g
Móðir jörð
Móðir Jörð ræktar og framleiðir íslensk matvæli úr jurtaríkinu. Fyrirtækið býður lífrænt ræktaðar, hollar og bragðgóðar afurðir sem framleiddar eru í sátt við náttúruna. Móðir Jörð í Vallanesi á Fljótsdalshéraði er fyrirtæki í lífrænni ræktun og matvælaframleiðslu. Fyrirtækið leggur stund á korn- og grænmetisræktun og framleiðir tilbúnar hollustu- og sælkeravörur. Móðir Jörð er í eigu hjónanna Eymundar Magnússonar og Eyglóar Bjarkar Ólafsdóttur.