Landnámsegg frá frjálsum og skemmtilegum landnámshænum í Hrísey (um 350g).
Hænurnar frá Hrísey h afa hver sinn persónuleika og þær fá að vappa frjálsar úti og inni að vild. Þær verpa í varpkassa og gefa af sér ljúffeng egg, enda fá þær fjölbreytt fóður. Eggin eru frá náttúrunnar hendi misstór og litbrigði þeirra líka, rétt eins og hænurnar sem eru svo góða að verpa þeim fyrir okkur.
Kælivara, geymist við minna en 12°C
Egg
Frá árdögum hafa menn tínt egg villtra fugla sér til matar en allt frá því að hænur voru fyrst tamdar á Indlandi fyrir þúsundum ára hafa hænuegg verið langalgengustu eggin og raunar má segja að hænur séu einu fuglarnir sem aðallega hafa verið ræktaðir vegna eggjanna. Þegar talað er um „egg“ er nær alltaf átt við hænuegg. Egg geta geymst alllengi, a.m.k. 3-4 vikur í kæli, en eru best þegar þau eru tiltölulega fersk. Egg sem orðin eru hálfs mánaðar gömul eða eldri ætti helst aðeins að nota í bakstur, sósur og annað slíkt. Þegar talað er um Class A-egg í enskum uppskriftum er átt við egg sem eru yngri en átta daga. Framleiðsla landnámseggja færist í vöxt hér á landi og bjóðum við nú frábæran kost sem eru landnámseggin frá Hrísey
Framleiðandinn
Landnámsegg ehf., Austurvegi 8, 630 Hrísey