
Feykir er bragðmikill ostur sem hefur þroskast í 12 mánuði eða lengur.
Kringlótt lögun og vaxhjúpur eiga þátt í þroskun ostsins og gefa honum áferð og bragð þar sem krisallamyndun og sætukeimur mætast á einstakan hátt.
Innihaldslýsing
Innihald: Nýmjólk, undanrenna, salt, ostahleypir, rotvarnarefni (E252)
Næringargildi
Næringargildi í 100g:
- Orka 1694 kJ / 408 kcal
- Fita 32g
- - þar af mettuð 19g
- Kolvetni 0g
- - þar af sykurtegundir 0g
- Prótein 30g
- Salt 1,5g Kælivara 0-4°C
MS – Mjólkursamsalan
Mjólkursamsalan er rekstrarfélag mjólkuriðnaðarins á Íslandi og er í eigu um 600 kúabænda um land allt. Fyrirtækið er í eigu Auðhumlu (90,1%) og Kaupfélags Skagfirðinga (9,9%). Auðhumla er samvinnufélag u.þ.b. 600 kúabænda og fjölskyldna þeirra víðs vegar um landið.
Mjólkursamsalan í núverandi mynd varð til við hagræðingu í mjólkuriðnaðinum sem hófst skipulega um miðjan tíunda áratuginn þegar stjórnvöld ákváðu að lækka þyrfti kostnað við vinnslu á mjólk. Sameinaðist rúmur tugur félaga í mjólkuriðnaði í færri einingar næsta áratuginn.
Mjólkursamsalan í núverandi mynd hefur starfað frá 2007. Elst fyrirtækið í þessu sameinaða félagi, MS, er Mjólkursamlag KEA, sem var stofnað á sérstökum fulltrúafundi Kaupfélagsins 4. Sep 1927, sem telst vera stofndagur MS.