
Byggottó 140g - lífrænt vottað.
Innihald: Perlubygg, þurrkaðar rauðrófur, þurrkuð epli, grænmetiskraftur, kóríanderfræ, chilli.
Góður meðlætisréttur. Gott að setja blönduna út í 2,5 dl af vatni og láta suðuna koma upp og malla í pottinum í 17 mínútur. Bæta má Feyki frá MS út í lokin. Passar vel með kjöti.
Móðir jörð
Móðir Jörð í Vallanesi á Fljótsdal ræktar og framleiðir íslensk matvæli. Fyrirtækið býður lífrænt ræktaðar, hollar og bragðgóðar afurðir sem framleiddar eru í sátt við náttúruna. Móðir Jörð er í eigu hjónanna Eymundar Magnússonar og Eyglóar Bjarkar Ólafsdóttur.