
Heilkorna brauðblanda, með villijurtum - 370g. Trefjaríkt, ekkert ger.
Töfraðu fram ljúffengt og hollt brauð með lítilli fyrirhöfn. Blandan dugar í einn brauðhleif eða 10-12 bollur.
Setjið í skál ásamt 3,5 dl vatni eða AB mjólk/súrmjólk að hluta, og 1-2 mask. af matarolíu. Hrærið vel og setjið í nett brauðform, penslið deigið með vatni og gerið göt með gaffli. Bakið í 210°C heitum ofni í 40 mínútur (30-40 mínútur ef bollur). Látið brauðið síðan kólna í a.m.k. 30 mín.
100% lífrænt.
Innihaldslýsing
Innihald: Heilhveiti, hveiti, byggmjöl, byggflögur, hvannarlauf, lyftiefni (vínsteinslyftiduft), birkilauf, sjávarsalt.
Vottað lífrænt.
Ofnæmis og óþolsvaldar: Inniheldur glúten.
Næringarinnihald
Næringargildi í 100g er u.þ.b.:
- Orka 1410 kJ / 333 kkal
- Fita 2g
- - þar af mettaðar fitusýrur 0g
- Kolvetni 64g
- - þar af sykur 0,6g
- Trefjar 8g
- Prótein 12g
- Salt 0,7g
Móðir jörð
Móðir Jörð í Vallanesi á Fljótsdalshéraði ræktar og framleiðir íslensk matvæli úr jurtaríkinu. Fyrirtækið býður lífrænt ræktaðar, hollar og bragðgóðar afurðir sem framleiddar eru í sátt við náttúruna. Móðir Jörð er í eigu hjónanna Eymundar Magnússonar og Eyglóar Bjarkar Ólafsdóttur. Allar vörur hjá Móðir Jörð eru lífrænt vottaðar hjá Tún vottunarstofu.