
Þessar gómsætu hnetusteikur eru hátíðlegur grænmetisréttur frá Móður Jörð - 4 steikur - 125g hver.
Steikin er fullelduð svo best er að elda hana beint úr frysti. Einungis þarf að hita hana á pönnu í 5-6 mín á hvorri hlið (gott að nota ríkulega af repjuolíu frá Móður Jörð á pönnuna) eða hita í ofni í u.þ.b. 15 mín við 150°C.
Innihaldslýsing
Innihald: Bankabygg, byggflögur, laukur, gulrætur, gulrófur, hnúðkál, grænar linsubaunir, þurrkaðar aprikósur, sellerí, kasjúhnetur 4%, möndluflögur 5%, repjuolía, Tamarisósa (vatn, sojabaunir, salt), sjávarsalt, hvítlaukur, engifer, chilli, krydd.
Næringarinnihald
Næringargildi í 100g:
- Orka 781kJ / 187 kkal
- Fita 7,1g
- - þar af mettuð fita 0,8g
- Kolvetni 23g
- - þar af sykurtegundir 3,5g
- Trefjar 4,3g
- Prótein 5,9g
- Salt 0,86g
Móðir Jörð
Móðir Jörð sérhæfir sig í lífrænni ræktun og framleiðslu í Vallanesi á Fljótsdalshéraði. Í lífrænni ræktun er lögð höfuðáhersla á heilbrigði jarðvegs og hvorki notaður tilbúinn áburður né eiturefni sem geta valdið mengun. Öll innihaldsefni í vörum Móður Jarðar verða að standast kröfur um vottaða lífræna framleiðslu.
Móðir jörð ehf., Vallanesi, 701 Egilsstöðum.