
El Toro Loco
Krydd frá Kryddhúsinu úr hágæða jurtum - samsett og pakkað á Íslandi - 50g.
Hrein afurð án allra aukaefna.
Innihaldslýsing
Innihald: Reykt paprika, kaffibaunir, dökkur moscovado, sjávarsalt, chili,hvítlauksduft, þurrkaður laukur.
Pakkað í sama rými og hnetum.
Kryddhúsið – Joham ehf
Kryddhúsið er fjölskyldufyrirtæki, stofnað árið 2015 af hjónunum Ólöfu Einarsdóttur og Omry Avraham. Omry er alinn upp við ríka kryddhefð matarmenningu miðausturlanda. Hann er frá Ísrael og á ættir að rekja til Marokkó og Íraks. Ólöf er menntuð í náttúrulækningum og hennar nálgun er næringargildi kryddsins og eiginleikar ásamt góðu bragði. Í Kryddhúsinu sameinast bakgrunnur þeirra beggja ásamt ástríðu fyrir góðum og næringarríkum mat.
Kryddhúsið hóf starfsemi sína í Þverholti 7, Reykjavík sem lítil en metnaðarfull kryddverslun “Krydd & Tehúsið” sem bauð upp á rúmlega hundrað og fjörutíu tegundir af kryddi og tei frá hinum ýmsu heimshornum ásamt grískri sælkeravöru með meiru.
Árið 2018 flutti starfsemin í Flatahraun, Hafnarfirði með tilheyrandi breytingum. Úr varð að vörumerkið Krydd og Tehúsið varð Kryddhúsið og öll áhersla lögð á krydd. Takmarkið var að varan fengist í matvöruverslunum um allt land. Nú árið 2020 fæst Kryddhús kryddið í helstu matvöruverlsunum á Íslandi.
Framleiðandi: Joham ehf., Krókamýri 80a, 210 Garðabæ.