Fish Jerky - Feed the Viking

1.170 kr

Vörunúmer: 1110105001 Feed the Viking

aðeins 3 eftir

á þeim tíma

sem þér hentar

Hefðbundinn harðfiskur 50g. Hver poki inniheldur 50g af loftþurrkuðum fyrsta flokks íslenskum þorski úr sjálfbærum fiskveiðum í Atlantshafi.

Þessi vara er án Glutens, án Lactosa og há í Omega-3 fiskiolíu.

Um vöruna

Frá landnámi hafa íslendingar þurrkað fisk til að auka geymsluþol hans. Fish Jerky hefur því verið mikilvægur hluti af matarmenningu okkar frá upphafi og gríðarlega góð uppspretta af próteini.

Fish Jerky er því sannarlega ofurfæða Víkinganna og nú getur þú notið fisksins úr heilum flökum sem við skerum í þægilega munnbita og pökkum í endurlokanlegar umbúðir.

Innihaldslýsing

Innihald: Þorskflök (Gadus morhua), veidd á svæði FAO27-Va2 í Norður Atlantshafi með trolli og/eða vörpu (500g af hráum, roðlausum flökum þarf til að framleiða 100g af Jerky), íslenskt sjávarsalt.

Ofnæmisvaldar: Þessi vara inniheldur þorsk.

Næringarinnihald

Næringargildi í 100g:

  • Orka 1465 kJ / 345 kkal
  • Fita 1g
  • - þar af mettuð 0g
  • - fjölómettuð 1g
  • Kolvetni 0g
  • - þar af sykur 0g
  • Prótein 84g
  • Salt 2g
Feed the Viking

Feed the Viking er íslenskt sprotafyrirtæki, stofnað árið 2016, sem starfar með það að markmiði að auka virði íslenskra matvæla. Félagið þróar, framleiðir og selur matvörur úr íslensku lambi, nauti og þorski.

Vörurnar eru annarsvegar Jerky sem er loftþurrkað kjöt og harðfiskur í snakkformi og hinsvegar Fjallamatur sem eru frostþurrkaðar máltíðir.

Jerky afurðirnar eru fjórar; Lamb Jerky, Beef Jerky, Fish Jerky og Fish Jerky með hvítum Cheddarosti og Fjallamatar afurðirnar þrennskonar; Lamb Stew, Fish Soup og Vegan Stew.