
Skool Beans er fyrirtæki í eigu Holly Louise Keyser. Holly er ástralskur ríkisborgari sem býr ásamt manninum sínum á Vík í Mýrdal. Þar rekur hún Skool Bus kaffihúsið sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Hún framleiðir sitt eigið kaffi ásamt ýmsum fylgihlutum og einnig er hún með frábærar heilsuvörur.