Hrossakjöt - Sólheimar

5.690 kr

Vörunúmer: 8460161016 Sólheimar

aðeins 2 eftir

á þeim tíma

sem þér hentar

Hrossakjöt frá Sólheimum.

Partar:

  • Hakk
  • Gúllas
  • Mjöðm
  • Klumpur
  • Innralæri
  • Lærtunga
Hrossakjöt

Hrossarækt er umsvifamikil búgrein á Íslandi. Meginframleiðsla hrossabænda er ræktun reiðhesta og gæðinga en litið hefur verið á ræktun hrossakjöts sem aukaafurð. Mest kjöt af fullorðnum hrossum er flutt úr landi, en neysla folaldakjöts hefur aukist mikið á Íslandi síðastliðin ár. Íslensk hross eru alin upp í frjálsræði og tengslum við náttúruna og ganga flest á úthaga. Kjötið er því hreint og ómengað, auk þess sem rannsóknir sýna að það er fitulítið með hátt hlutfall af omega 3 fitusýrum.  Það er einnig próteinríkt og inniheldur mikið magn lífsnauðsynlegra amínósýra og járns.  Saltað hrossakjöt og hrossabjúgu eru í uppáhaldi hjá mörgum.  Hrossakjöt er hollur matarkostur. Hrossakjöt er eðal íslenskt kjöt. Gott og blessað býður hrossakjöt beint frá býli.