
Hrossakjöt frá Sólheimum.
Partar:
- Hakk
- Gúllas
- Mjöðm
- Klumpur
- Innralæri
- Lærtunga
Hrossakjöt
Hrossarækt er umsvifamikil búgrein á Íslandi. Meginframleiðsla hrossabænda er ræktun reiðhesta og gæðinga en litið hefur verið á ræktun hrossakjöts sem aukaafurð. Mest kjöt af fullorðnum hrossum er flutt úr landi, en neysla folaldakjöts hefur aukist mikið á Íslandi síðastliðin ár. Íslensk hross eru alin upp í frjálsræði og tengslum við náttúruna og ganga flest á úthaga. Kjötið er því hreint og ómengað, auk þess sem rannsóknir sýna að það er fitulítið með hátt hlutfall af omega 3 fitusýrum. Það er einnig próteinríkt og inniheldur mikið magn lífsnauðsynlegra amínósýra og járns. Saltað hrossakjöt og hrossabjúgu eru í uppáhaldi hjá mörgum. Hrossakjöt er hollur matarkostur. Hrossakjöt er eðal íslenskt kjöt. Gott og blessað býður hrossakjöt beint frá býli.