
Byggkaffið (innihald) frá Kaja organic er framleitt úr möluðu og ristuðu byggi sem er lífrænt vottað.
Næringarinnihald
Næringargilid í 100g:
- Orka 1550 KJ/297kkal
- Prótein 11,6g
- Kolvetni 59,5g
- - þar af sykurteg.0g
- Fita 1,8g
- - þar af mettuð fita 0g
- Salt 0g
Kaja organic ehf
Kaja organic ehf. er í eigu Karen Emilíu Jónsdóttur og var stofnað í mars 2013. Slagorð fyrirtækisins er "lífrænt fyrir alla" og er þá m.a. verið að vísa í verðstefnu fyrirtækisins og þeirri hugsjón að heimurinn verði lífrænn eins og hann var í upphafi síðustu aldar.
Fyrirtækið hefur jöfnuð að leiðarljósi "að allir sitji við sama borð" þegar að viðskiptum kemur, því eru engir afslættir veittir - sama verð fyrir alla. Ef hagstæðari verð nást hjá birgjum þá njóta allir viðskiptavinir Kaja organic þess.