
Slakaðu Artic Mood
Lífrænt jurtate - Kryddbaldursbrá og lofnarblóm. Finndu hvernig kyrrðin færist yfir þig. Artic Mood fléttar villtum íslenskum jurtum saman við sérvaldar erlendar jurtir og úr verður einstök blanda. Láttu ljúfa tóna kryddbaldursbrár, lofnarblóms og fleiri sérvalinna blóma, jurta og fjallagrasa umvefja þig og færa þér hugarró og langþráða slökun. 18 grisjur - 36g
Innihaldslýsing
Innihald: Hjartafró, kryddbaldursbrá (20%), mynta, rósanípa, kanill, lofnarblóm (5%), fjallagrös, morgunfrú, passíublóm, vanilla.
Íslensk hollusta
Fyrirtækið Íslensk hollusa var stofnað árið 2005 af Eyjólfi Friðgeirssyni. Hans markmið frá upphafi var að framleiða og þróa íslenskar heilsuvörur.
Fyrirtækið er í dag með mjög fjölbreytt úrval s.s. te, krydd, osta, snakk, berjadjús og baðvörur. Hugmyndafræði fyrirtækisins gengur út á að nota eingöngu íslenskar náttúruafurðir og nota eingöngu hefbundnar íslenskar framleiðsluaðferðir.
Allar frekari upplýsingar um fyrirtækið má finna á heimasíðu þeirra: