
Te með villtum íslenskum jurtum.
Jurtablandan í þessu tei er gerð með íþróttafólk og hlaupara í huga. Burnirótin er flokkuð sem aptogenic jurt eins og ginseng er talin vinna gegn stressi og auka orku. Ristað bygg er talið styrkja ónæmiskerfið og halda blóðinu á hreyfingu, en maltið inniheldur orkugefandi sykur. Fjallagrösin eru góð fyrir lungun. Kalíum og magnesíum ríkt steinefnasalt og þari frá Reykhólum bæta líkamanum upp steinefnatap. Inniheldur glútein.
Lagið með heitu vatni. Látið trekkja í 6-15 mínútur, helst undir loki. Hægt er að nota pokann oftar en einu sinni.
Innihaldslýsing
Innihald: Burnirót, ristað bygg, spánarkerfill, fjallagrös, malt, lífrænn hrossaþari, geosalt.
Framleiðandi
Urta Islandica ehf., Austurgötu 47, 220 Hafnarfirði