
Krampastillandi, samandragandi, bitur (lítið), svitaörvandi, lækkar blóðþrýsting, minnkar hita, vökvalosandi, stöðvar innvortis blæðingar, örvar tíðir og er bólgueyðandi.
Er græðandi á öll sar bæði innvortis og útortis. Vallhumall kemur reglu á óregluegar tíðir hjá konum, minnkar flæðið ef það er of mikið og dregur úr tíðaverkjum. Vallhumall er mjög gott að nota við kvefi og flensum þegar um hita er að ræða, þar sem hann er svitaörvandi og lækkar hita.
Virk efni: M.a. ilmkjaraolíur, sesquterpen, flavanóðar, polyasetýlen og alkaloíðar.
Notkun: 1 tsk í 1 bolla af soðnu vatni, látið síast í 15 mín.
Þrír bollar á dag.