Nautatólg - Háls í Kjós

1.490 kr

Vörunúmer: 2760120002 Háls

aðeins 2 eftir

á þeim tíma

sem þér hentar

Nautatólg frá Hálsi í Kjós

Frábær og holl í steikninguna.

100% grasfóðruð nautafita.Rík af Omega 3, steinefnum og A, D, E, K og B 12 vítamínum.

Kælivara 0-4°C

Félagsbúið Hálsi

Lisa Boije af Gennaes og Þórarinn Jónsson eru  bændurnir á Hálsi í Kjós. Þórarinn er alinn upp á Hálsi en Lisa er frá Bern í Sviss. Á bænum rækta þau holdanaut af Angus – Galloway kyni.

Nautakjötið frá Hálsi hefur þá sérstöðu að kjötið er af holdanautum sem eingöngu eru fóðraðir á grasi og heyi. Grasfóðrun gerir kjötið bragðmeira en kjöt úr hefðbundinni framleiðslu. Með grasfóðrun fá gripirnir það fóður sem er þeim náttúrulegt en nautgripir eru grasbítar og jórturdýr. Melting þeirra er því sérhæfð fyrir grasfóðrun. Fóðrun á náttúrulegu fæði gripanna er talið auka heilbrigði dýranna til muna. Samkvæmt rannsókn sem var gerð af Rowett rannsóknarstofnuninni í Aberdeen, kom í ljós að grasfóðrað nautakjöt hafði sömu jákvæðu áhrif á heilsu manna og neysla á fiski. Ástæðan: grasfóðrað nautakjöt er ríkt af Omega-3 fitusýrum.

Allar frekari upplýsingar um Háls í Kjós má finna á heimasíðu þeirra: www.hals.is