Ostagerð á Íslandi stendur í miklum blóma. Í raun má segja að algjör bylting hafi átt sér stað í framleiðslu á ostum hér á landi. Viðskiptavinir Gott og blessað hafa svo sannarlega fengið að kynnast því. Ostur er veislukostur og ef marka má viðtökurnar þá hefur þetta gamalkunna slagorð aldrei átt eins vel við og nú. Brúnastaðir, Háafell, Erpsstaðir, Fjóshornið og Sauðagull eru allt framleiðendur sem nú bjóða vörur sínar til sölu hjá Gott og blessað.
Rjómabúið á Erpsstöðum framleiðir ekki bara ís, skyr og rjóma heldur einnig fjölbreytt úrval af ostum. Útlaginn er íslenskur ostur sem svipar til Haloumiosta sem margir þekkja. Kúmenosturinn og Harri ásamt Séra Guðna eru einnig nokkrir vel valdir Erpsstaðaostar sem hafa fengið góða dóma.
Brúnastaðaosturinn er geitaostur og er tiltölulega ný viðbót við íslenska ostaflóru. Brúnastaðir framleiða m.a Brúnó sem er feikivinsæll ásamt salatostinum Fljóta og Havarti. Unnendur geitaosta hafa tekið vel á móti Brúnó og félögum.
Háafell framleiðir margvíslegar geitaafurðir og þ.á m. er Breki sem er að salatostur sem fæst í nokkrum útgáfum. Breki hefur verið vinsæll og selst alltaf vel. Ilmbreki er kryddaður með hvítlauk og rósmarín og Sveitabreki er kryddaður með birki, blóðbergi og svörtum pipar.
Fjóshornið býður upp á nokkrar tegundir af ostum. Gellir er einn þeirra. Gellir er einstakur og hentar vel sem brauðostur eða á ostaborðið með öðru góðgæti. Fjóshornið framleiðir einnig salatost sem á sér marga aðdáendur.
Sauðagull framleiðir sauðaosta eins og nafnið gefur til kynna. Ostarnir eru enn sem komið er í takmörkuðu upplagi enda er framleiðsla á sauðamjólk ekki mikil hér á landi. Mikill spenningur hefur verið fyrir Sauðagullinu í búðinni hjá Gott og blessað.
Allt eru þetta framleiðendur sem hægt og rólega eru að auka framleiðslugetu sína og eru kjærkomin viðbót við ostanmenninguna hér á landi.
Gott og blessað býður alla unnendur góðra osta að kíkja við og velja eitthvað við sitt hæfi. (Ljósmynd er frá Bændablaðinu). gottogblessad.is