
Hjónabakki - súrmeti fyrir tvo frá Múlakaffi.
Allt mesta góðgætið á einum stað: hrútspungar, sviðasulta, lundabaggar, lifrapylsa og blóðmör.
Þjóðleg íslensk matarmenning er meistirunum í Múlakaffi í blóð borin, enda hefur Múlakaffi selt þorrramat í yfir hálfa öld. Það er ekki að ósekju sem Múlakaffi hefur verið nefnt Konungur þorrans og af þeim sökum er Gott og blessað stolt að geta boðið upp á þorrabakkana frá Múlakaffi.
Nú sem fyrr er allur súrmatur lagaður í Múlakaffi þar sem eingöngu er notast við íslenska mjólkurmysu og hefðbundnar íslenskar aðferðir. Þorrameistararnir á Múlakaffi hefja súrvinnslu snemma á haustin, gefa sér góðan tíma og leggja alúð í framleiðsluna.
Verði ykkur að góðu.
Kælivara 0-4°C
Nettóþyngd ca. 700g
Innihald
Innihaldslýsing: Lambaeistu, lambasvið, lambamör, lamabalifur, lambablóð, lambakjöt, mysa, mjólkursýrugerlar, soð, rúgmjöl, mjólk, haframjöl, edik, matarlím, salt, vatn, gersveppir, ediksýra.
Næringarinnihald
Næringargildi í 100g:
- Orka 531 kJ / 127 kkal
- Fita 7,3g
- - þar af mettuð 3,3g
- Kolvetni 2,8g
- - þar af sykurtegundir 0,6g
- Prótein 12,8g
- Salt 0,46g
Múlakaffi
Múlakaffi var stofnað árið 1962 og er óhætt að segja að fyrirtækið sé rótgróið fjölskyldufyrirtæki. Í dag rekur Múlakaffi eina stærstu veisluþjónustu landsins þar sem stöðugt er leitast við að fara ótroðnar slóðir til þess að koma viðskiptavinum okkar á óvart.
Veitingastaðurinn Múlakaffi er hjarta fyrirtækisins og er staðsettur í Hallarmúla. Þar fer öll framleiðslan fram og starfa þar um 30 manns.
Fyrirtækjaþjónustan er stór hluti af rekstrinum enda hafa ófá íslensk fyrirtæki verið í áskrift hjá okkur í áratugi, hvort sem um ræðir nokkra matarskammta á dag eða heildarumsjón með veitingarekstur og starfsmannahald.
www.mulakaffi.is