MÚLAKAFFI
MÚLAKAFFI
Múlakaffi var stofnað árið 1962 og er óhætt að segja að fyrirtækið sé rótgróið fjölskyldufyrirtæki. Í dag rekur Múlakaffi eina stærstu veisluþjónustu landsins þar sem stöðugt er leitast við að fara ótroðnar slóðir til þess að koma viðskiptavinum okkar á óvart.
Veitingastaðurinn Múlakaffi er hjarta fyrirtækisins og er staðsettur í Hallarmúla. Þar fer öll framleiðslan fram og starfa þar um 30 manns.
Fyrirtækjaþjónustan er stór hluti af rekstrinum enda hafa ófá íslensk fyrirtæki verið í áskrift hjá okkur í áratugi, hvort sem um ræðir nokkra matarskammta á dag eða heildarumsjón með veitingarekstur og starfsmannahald.

www.mulakaffi.is