Uglukökur ca 340g
Franskar smákökur bakaðar úr lífrænt vottuðu hveiti, sykri og smjöri í steinofninum á Böggvisstöðum í Svarfaðardal.
Ofninn sem kökurnar eru er bakaðar í er hitaður með íslensku birki.
Innihaldslýsing
Innihald: Heimamalað hveiti úr lífrænu korni, SMJÖR, lífrænn sykur, vatn og salt.
Böggvisbrauð ehf
Mathias Spoerry og Ella Vala Ármannsdóttir búa á Böggvisstöðum í Svarfaðardal. Þau hafa handsmíðað gullfallegan steinofn að franskri fyrirmynd, sem er hitaður upp með íslensku birki. Í ofninum baka þau súrdeigsbrauð úr lífrænu korni frá Frakklandi.
Í brauðið er eingöngu notað nýmalað lífrænt hveiti, án íblöndunarefna, en þannig varðveitast öll góð steinefni og vítamín, sem annars tapast úr hveitinu með tímanum.
Allar frekari upplýsingar um Böggvisbrauð má finna á facebook.