
Matreiðslubók um íslenska ofurfæðu, villt og tamin eftir Áslaugu Snorradóttur.
Lítum okkur nær. Hollt og litríkt hráefni af nægtaborði Íslands hefur löngum orðið Áslaugu Snorradóttur ljósmyndara og matarlistamanni innblástur og hér ferðast hún um landið, heimsækir ræktendur og matgæðinga, töfrar fram veislur, kveikir hugmyndir og fræðir.
Þetta er fjörleg og frumleg bók sem hvetur okkur öll til að borða fallegan, næringarríkan og góðan mat úr nærumhverfinu, hina íslensku ofurfæðu.