Hreinsun er fyrir þá sem vilja styðja við lifrarstarfssemi sína daglega eða jafnvel stöku sinnum eftir neyslu óæskilegs mataræðis, lyfja, áfengis o.fl. Einstök blanda sem inniheldur lambalifur úr íslenskum lömbum og villtar íslenskar jurtir, ætlaðar til að styrkja lifur og styðja við lifrarstarfssemi og efnaskipti.
Hreinsun inniheldur mikið magn auðnýtanlegra næringarefna fyrir lifrina. Blandan inniheldur sérvaldar handtýndar villtar jurtir, birki, fíflarót og hvannafræ, þekktar af jákvæðum áhrifum á lifur og lifrarstarfssemi.
Varúðarráðstafanir: Hvönn hefur væga blóðþynnandi eiginleika og eykur hættu á blæðingum og marblettum. Notkun hvannar með öðrum blóðþynningarlyfjum getur lengt blæðingu. Hætta á notkun að minnsta kosti 2 vikum fyrir fyrirhugaðan uppskurð.Hvönn getur gert húðina næmari fyrir sólarljósi. Ef þú notar hvönn skaltu nota sólarvörn þegar þú ert útivið, sérstaklega ef þú ert með ljósan húðlit. Meðganga: Hvönn getur valdið samdrætti í legi og því ætti ekki að neyta hennar á meðgöngu. Birki hefur væga vatnslosandi eiginleika.
Allar vörur frá Pure Natura eru unnar úr íslensku hráefni og villtar jurtir eru handtíndar í íslenskri náttúru.
Pure natura
Á heimasíðu Pure Natura er að finna ýmsan fróðleik um fyrirtækið sem framleiðir bætiefni úr sláturafurðum sem eru vannýttar til manneldis. Þar segir: Framlag Pure Natura er fjölþætt. Við breytum úrgangi í auðlind með því að nýta innmat sem fellur til við dilkaslátrun og er vannýttur til manneldis núorðið. Við framleiðum úr honum verðmæt bætiefni. Pure Natura er rekið af konum og þar starfa eingöngu konur. Fyrirtækið er staðsett á svæði sem býr við fólksfækkun, sem að stórum hluta má rekja til þess að kvennastörf vantar. Það munar um fyrirtæki sem hefur það á stefnuskrá sinni að veita konum atvinnu.